Segir árásir flokksfélaga grófar 23. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira