Lítið forrit lækkar símreikninginn 23. janúar 2005 00:01 Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira