Íhuga dómsmál til leiðréttingar 28. janúar 2005 00:01 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira