Heppni að björgun tókst 1. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira