Tíu rúður á mánuði 1. febrúar 2005 00:01 "Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
"Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira