Tíu rúður á mánuði 1. febrúar 2005 00:01 "Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
"Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira