Dagur féll á lyfjaprófi 5. febrúar 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira