Sport

Spánverjar í úrslit

Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Túnis með sigri á heimamönnum, 33-30, eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik. Leikurinn var lengstum í járnum en Spánverjar sigu fram úr á síðasta fjórðungi leiksins er leikur Túnisa hrundi. Spánverjar mæta annaðhvort Króötum eða Frökkum í úrslitum. Segja má að munurinn á liðunum hafi legið í markvörslunni en Barrufet markvörður Spánverja fór hamförum í fyrri hálfleik þar sem hann varði hvert skotið af fætur öðru hjá leikmönnum Túnis og alls 11 skot í hálfleiknum. Markahæstir í liði Spánverja voru Iker Romero með 8 mörk og Juan Garcia með 6. Hmam, lykilmaður Túnisa, skoraði 9 mörk en var með slæma skotnýtingu. Bousnina bætti svo 7 mörkum við fyrir Túnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×