Sport

Dagur Sigurðsson sýknaður

Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á síðasta ári. Það kom reyndar í ljós við nánari athugun að líkami Dags framleiðir of mikið magn af karlhormónum af náttúrulegum ástæðum. Með því þótti sannað að Dagur hefði ekki neytt neinna ólöglegra lyfja og var hann því sýknaður. Prófið var tekið í Austurbergi 28. júlí sl. á æfingu hjá landsliðinu þar sem undirbúningur fyrir Ólympíuleikana var í fullum gangi. Hlutfall testósteróns í sýninu var yfir leyfilegum mörkum og var Lyftjaeftirlitsnefnd ÍSÍ fengin til að rannsaka málið til hlítar. Kom þá fyrrgreint atriði í ljós og Dagur því laus allra mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×