Sport

Stjarnan og Grótta/KR í úrslit

Stjarnan mætir Gróttu/KR í úrslitum SS-bikarkeppni kvenna. Stjarnan vann öruggan sigur á Valsstúlkum, 23-18, þar sem sterk liðsheild skóp sigurinn. Grótta/KR, sem er í neðsta sæti í úrvalsdeildinni, kom síðan skemmtilega á óvart með 32-30 sigri á útivelli gegn sterku liði Eyjastúlkna. Grótta/KR hafði eins marks forystu í hálfleik, 15-14. Kristín Clausen var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk en Jana Jovanovic varði 14 skot í markinu. Í liði Vals var Ágústa Edda Björnsdóttir atkvæðamest með 6 mörk en markvörðurinn Berglind Hansdóttir gerði sér lítið fyrir og varði 24 skot, þar af þrjú víti. Hreint ótrúlegar tölur hjá Berglindi miðað tiltölulega auðveldan fimm marka sigur Stjörnunnar. Anastacia Patzion og Zsofia Pazstor voru atkvæðamestar í liði ÍBV gegn Gróttu/KR, skoruðu báðar 8 mörk. Í liði Gróttu/KR var Arndís María Erlingsdóttir best og skoraði 8 mörk en Eva Margrét Kristinsdóttir fylgdi á eftir með 6 mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×