Sport

Öruggur sigur KA

KA-menn koma greinilega vel undan vetrarfríinu en þeir sigruðu ÍR-inga örugglega á heimavelli í DHL-deild karla í kvöld, 31-27. Þá unnu Eyjamenn góðan útisigur á Íslandsmeisturum Hauka, 32-36 og HK vann Víking 31-28. Einn leikur fór fram í 1. deild karla, Stjarnan sigraði Fram á útivelli  23-28. Halldór Sigfússon var markahæstur í liði KA gegn ÍR með 8 mörk en þeir Sævar Árnason og Jónatan Magnússon skoruðu 4 mörk hvor. Hjá ÍR var Ingimundur Ingimundason atkvæðamestur með 8 mörk en Bjarni Fritzon setti 7 mörk. Í sigurliði HK gegn Víkingi var Augustas Strazdas markahæstur með 9 mörk en hornamaðurinn Elías Már Halldórsson skoraði 8. Andri Berg Haraldsson skoraði 10 mörk fyrir Víking og Benedikt Árni Jónsson 6. Andri Stefán Guðrúnarson var markahæstur í liði Hauka gegn ÍBV, setti 10 mörk en þeir Halldór Ingólfsson og Jón Karl Björnsson voru með 6 mörk hvor. Samúel Árnason skoraði mest fyrir ÍBV, 8 mörk og línumaðurinn Svavar Vignisson bætti 6 stykkjum við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×