Óveður á landinu í dag 16. febrúar 2005 00:01 Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira