Kýótó bókunin orðin að lögum 16. febrúar 2005 00:01 Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni." Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir um Kyoto-loftslagssamninginn komu fram á hádegisverðarfundi sem umhverfisráðherra boðaði til í gær af því tilefni að samningurinn varð þá loks að alþjóðalögum. Höfðu þá liðið sjö ár frá því að Kyoto-bókunin var samþykkt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í Japan. Skoðanir manna voru vissulega skiptar enda um fátt meira deilt um heim allan en raunveruleg áhrif loftslagsbreytinga á jarðarkringluna. Flestir fögnuðu þó þeim áfanga að bókunin væri orðin að alþjóðalögum þrátt fyrir að aðeins tæplega 150 ríki hafi skrifað undir samninginn. Stórar iðnþjóðir eins og Bandaríkin og Ástralía taka ekki þátt í Kyoto á þeirri forsendu að slíkt hamli um of nauðsynlegum hagvexti ríkjanna. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, fór hvað hörðustum orðum um samninginn og var það mat hans að um mikið húllumhæ væri að ræða fyrir lítið. "Hverju litlu skrefi ber auðvitað að fagna en staðreyndin er sú að Kyoto-samningurinn tekur aðeins til næstu ára og nauðsynlegt er að stíga mun stærri skref sem allra fyrst því loftslagsbreytingar eru örar samkvæmt flestum rannsóknum." Tryggvi minntist í ræðu sinni sérstaklega á mengun bifreiða og hvernig íslensk stjórnvöld ýta í raun undir frekari mengun með því að lækka til muna vörugjöld á pallbíla. Sagði hann slíkt ýta undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda og kallaði eftir skýrri framtíðarstefnu stjórnvalda í heild. Ragnar Árnason prófessor tók einnig til máls og velti fyrir sér ýmsum hliðum samningsins. Benti hann á gagnsemi þess að nýta svokallaða losunarkvóta sem best en hvert og eitt land getur nýtt kvóta sína að vild og þeir geta jafnvel gefið vel í aðra hönd í viðskiptum við önnur lönd. "Koltvísýringur er í raun orðinn verslunarvara og að mínu viti eru sóknarfæri þar fyrir Íslands hönd hvað varðar úthlutun á losunarkvóta í framtíðinni."
Fréttir Innlent Stj.mál Veður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira