Henry Birgir svarar Roland Eradze 17. febrúar 2005 00:01 Yfirlýsing Henrys Birgis Gunnarssonar Sökum þess að Roland Valur Eradze sér ástæðu til þess að saka mig um óvönduð vinnubrögð, og hreinlega lygar, sé ég mig knúinn til þess að svara fyrir mig. Roland segir í yfirlýsingu sinni að margt sé rangt haft eftir honum og að hann harmi þann blæ sem fréttamaðurinn setur í viðtalið. Roland ásakar mig sem sagt um lygar en sér samt enga sérstaka ástæðu til þess að tíunda hvað sé haft rangt eftir honum. Einhver hefði talið það lágmarkskröfu í slíkum málatilbúnaði. Hvað varðar ásakanir um að setja "blæ" á viðtalið skil ég heldur ekki. Spurning hvort Roland sé tilbúinn að útskýra hvað hann sé að fara með því? Þessi yfirlýsing Rolands er í besta falli hlægileg og með engu móti hægt að skilja tilgang hennar. Hann kastar aur í mína átt án þess að færa nein rök fyrir máli sínu. Það er aumur málflutningur! Ég stend fyllilega við hvert einasta orð í þessari frétt! Blessunarlega tók ég spjall okkar Rolands upp og ef hann man ekki lengur hvað hann lét út úr sér er honum guðvelkomið að kíkja til mín í kaffi og heyra aftur hvað hann sagði. Með handboltakveðju, Henry Birgir Gunnarsson, Íþróttafréttamaður Fréttablaðsins. Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Yfirlýsing Rolands Eradze Vegna þess atviks sem gerðist í leik ÍR gegn ÍBV í undanúrslitum SS bikarsins sl. laugardag vil ég taka það skýrt fram að að ég sé mikið eftir því að hafa að lokum misst stjórn mér vegna dómgæslunnar og hef þegar beðist afsökunar opinberlega á því framferði. Ég les ekki íslensku ennþá og var mjög brugðið þegar að þýtt var fyrir mig viðtal í Fréttablaðinu. Það sem eftir mér er haft þar er í mörgum atriðum rangt og harma ég mjög þann blæ sem fréttamaðurinn setur í það viðtal. Ég ber og hef alltaf borið fulla virðingu fyrir HSÍ og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi. Niðurstaða aganefndar HSÍ er án efa í fullu samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fara eftir en ég þekki þær reglur ekki. Ég mun taka út mína refsingu og ítreka enn og aftur afsökun mína til allra þeirra sem ég gerði á hlut með framkomu minni í leiknum. Roland Valur EradzeHenry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins.Hari(yfirlýsing þessi var þýdd fyrir mig) Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Yfirlýsing Henrys Birgis Gunnarssonar Sökum þess að Roland Valur Eradze sér ástæðu til þess að saka mig um óvönduð vinnubrögð, og hreinlega lygar, sé ég mig knúinn til þess að svara fyrir mig. Roland segir í yfirlýsingu sinni að margt sé rangt haft eftir honum og að hann harmi þann blæ sem fréttamaðurinn setur í viðtalið. Roland ásakar mig sem sagt um lygar en sér samt enga sérstaka ástæðu til þess að tíunda hvað sé haft rangt eftir honum. Einhver hefði talið það lágmarkskröfu í slíkum málatilbúnaði. Hvað varðar ásakanir um að setja "blæ" á viðtalið skil ég heldur ekki. Spurning hvort Roland sé tilbúinn að útskýra hvað hann sé að fara með því? Þessi yfirlýsing Rolands er í besta falli hlægileg og með engu móti hægt að skilja tilgang hennar. Hann kastar aur í mína átt án þess að færa nein rök fyrir máli sínu. Það er aumur málflutningur! Ég stend fyllilega við hvert einasta orð í þessari frétt! Blessunarlega tók ég spjall okkar Rolands upp og ef hann man ekki lengur hvað hann lét út úr sér er honum guðvelkomið að kíkja til mín í kaffi og heyra aftur hvað hann sagði. Með handboltakveðju, Henry Birgir Gunnarsson, Íþróttafréttamaður Fréttablaðsins. Roland Eradze sendi frá sér yfirlýsingu á alla helstu fréttamiðla landsins í dag þar sem hann sakar blaðamann Fréttablaðsins um að hafa rangt eftir sér í viðtali við hann í blaðinu á miðvikudag. Yfirlýsing Rolands Eradze Vegna þess atviks sem gerðist í leik ÍR gegn ÍBV í undanúrslitum SS bikarsins sl. laugardag vil ég taka það skýrt fram að að ég sé mikið eftir því að hafa að lokum misst stjórn mér vegna dómgæslunnar og hef þegar beðist afsökunar opinberlega á því framferði. Ég les ekki íslensku ennþá og var mjög brugðið þegar að þýtt var fyrir mig viðtal í Fréttablaðinu. Það sem eftir mér er haft þar er í mörgum atriðum rangt og harma ég mjög þann blæ sem fréttamaðurinn setur í það viðtal. Ég ber og hef alltaf borið fulla virðingu fyrir HSÍ og öllum þeim sem starfa á þeim vettvangi. Niðurstaða aganefndar HSÍ er án efa í fullu samræmi við þær reglur sem þeim er gert að fara eftir en ég þekki þær reglur ekki. Ég mun taka út mína refsingu og ítreka enn og aftur afsökun mína til allra þeirra sem ég gerði á hlut með framkomu minni í leiknum. Roland Valur EradzeHenry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins.Hari(yfirlýsing þessi var þýdd fyrir mig)
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira