Var ekki að meika það 19. febrúar 2005 00:01 Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira
Aðalsteinn náði frábærum árangri með kvennalið ÍBV síðasta vetur. Gerði liðið að Íslandsmeisturum og komst einnig í undanúrslit í Evrópukeppni. Þessi frábæri árangur opnaði dyrnar fyrir hann í Þýskalandi og úr varð að hann tók við liði Weibern sem kemur frá 1500 manna smábæ. Lífið í Þýskalandi hefur ekki verið neinn dans á rósum. Weibern er búið að verma botnsæti deildarinnar í allan vetur og lítið annað en fall blasir við liðinu. Jafnvel þótt liðið haldi sæti sínu þá mun það líklega verða dæmt niður sökum fjárhagsvandræða. "Það er frekar erfitt ástandið hérna. Það hefur enginn fengið laun í tæpa þrjá mánuði og á þriðjudag skýrist hvort félagið verði keyrt í gjaldþrot. Staðan er ekki góð og félagið vantar rúmar fimm milljónir króna til þess að klára tímabilið," sagði Aðalsteinn og bætti við að félagið ætli sér niður þar sem það hefur hreinlega ekki efni á því að spila í úrvalsdeildinni. Aðalsteinn hefur sett félaginu afarkosti. Annað hvort greiði það honum það sem hann á inni fyrir 26. febrúar eða hann fer heim með fyrstu vél. "Mér finnst miður að þurfa að gera þetta því mig langar mikið til þess að klára tímabilið. En á móti kemur að maður lifir ekki á loftinu einu saman. Sem betur fer átti ég varasjóð en hann fer að tæmast," sagði Aðalsteinn sem er með frekar þunnskipaðan hóp þar sem stjórn félagsins hefur rekið þrjá leikmenn frá félaginu. Eftir standa ellefu stelpur og vinna Aðalsteins því mjög erfið. Þrátt fyrir alla erfiðleikana sér hann ekki eftir því að hafa farið út. "Þetta er eitthvað sem mig hafði alltaf langað að prófa og ég lagði allt undir. Eftir að hafa kynnst þessu umhverfi þar sem annað hvert félag er í fjárhagsvandræðum þá hef ég hvorki löngun né vilja til þess að vera hér áfram. Það er ekki gott að lifa í umhverfi þar sem er stanslaus óvissa með laun. Þetta er engu að síður búin að vera fín reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég held ég geti samt sagt það blákalt að ég hafi ekki verið að meika það," sagði Aðalsteinn léttur og hló. Hann stefnir á að hefja nám í lögfræði næsta vetur og samhliða því mun hann þjálfa kvennalið FH. "Ég er búinn að vera í viðræðum við FH síðustu vikur og málið er frágengið af minni hálfu," sagði Aðalsteinn en Sæmundur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki staðfesta að hann væri búinn að ráða Aðalstein en bjóst við að tilkynna ráðningu hans eftir helgi.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira