Myndband af líkamsárás á Netinu 19. febrúar 2005 00:01 Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira