Innlent

Sprenging í kannabisinnflutningi

Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs. Lögregla hefur fyrir tilviljun fundið gríðarlegt magn kannabisefna í eftirliti sínu undanfarið og talið er víst að glæpahringir noti sér þessar breyttu áherslur lögreglu til að auka markað sinn fyrir kannabis. Algengt er orðið að magn efna sem finnast hverju sinni skipti tonnum en ekki kílóum eins og hingað til hefur þekkst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×