Til varnar einkaskólum 21. febrúar 2005 00:01 Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar