Löng bið eftir fáum úrræðum 21. febrúar 2005 00:01 Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Það er alltof löng bið eftir of fáum úrræðum til handa fjölskyldu og aðstandendum barna með geðraskanir. Þetta segir Sesselja Jörgensen varaformaður Barnageðs, sem er félag foreldra og áhugafólks um geðraskanir barna og unglinga. Sesselja þekkir þessi málefni af eigin raun, því eitt barna hennar og eiginmanns hennar þjáist af slíkum sjúkdómi og barátta fjölskyldunnar hefur verið löng og ströng. Þeir sem taka þátt í starfi Barnageðs vilja gjarnan ná til fleiri foreldra barna með geðraskanir og miðla af reynslu sinni, persónulegri og faglegri. Sesselja bendir á að einn sé kannski að ganga í gegnum eitthvað sem annar eigi eftir. Þar fáist leiðbeiningar og reynsla. Aðstandendur geti svo leitað hver til annars á miklum erfiðleikatímabilum. Þá geti sameinaður hópur foreldra lagst á eitt til að þrýsta á um úrbætur á sviðum heilbrigðisþjónustu, menntamála og félagsmála. "Sá sem á svona barn einangrast algjörlega heima hjá sér," segir Sesselja. "Það er ekki hægt að fá venjulega barnapössun, því unglingar ráða ekki við það. Sá eini sem gat passað fyrir okkur var bróðir minn, sem er átta árum eldri heldur en ég. Við hjónin fórum aldrei neitt saman, heldur sitt í hvoru lagi. Hitt sat heima með veika barnið." Sesselja segir foreldra barns með geðraskanir fá endalaus símtöl út af því til dæmis frá skólanum. Svo þurfi að sækja fundi hér og fundi þar til að reyna að fá úrræði fyrir barnið. "Svo þarftu að hugsa um hin systkinin og passa að þau gleymist ekki í þessu öllu saman. Það þarf að reyna að fá þau til að skilja það og lifa með því sem er í gangi, að svo miklu leyti sem þau geta það, þegar fárveikur bróðir eða systir er á heimilinu. Sá sem ekki hefur gengið í gegnum þetta skilur það ekki. Það er ólýsanlega sárt þegar níu ára barnið þitt stendur fyrir framan þig og segir: "Mamma, ég vil bara fá að deyja." Það er ofboðslega erfitt að höndla það að barninu manns skuli geta liðið svona illa." Opinn fundur fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðraskanir barna og unglinga verður í kvöld klukkan 20.00 í húsnæði Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13. Þar verður ráðgjafarþjónusta Sjónarhóls kynnt og spjallað yfir kaffibolla eftir kynninguna.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira