Endurupptaka ekki útilokuð 22. febrúar 2005 00:01 Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997. Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Í dag eru 25 ár síðan Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, en þá héldu margir að lokið væri einhverju umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar. Sex sakborningar voru dæmdir í fangelsi allt frá einu ári og upp í sautján ár. Sú var þó ekki raunin. Gerð var árið 1997 tilraun til endurupptöku, sem var hafnað. Síðan hafa verið gerðar lagabreytingar og enn eru uppi ráðagerðir um að fá málin tekin upp. "Síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum málum," segir Erla Bolladóttir, ein af þeim sem dóm hlutu. Guðmundar- og Geirfinnsmál komu upp árið 1974, en þau snúast um tvö mannshvörf, ótengd að öðru leyti en því að mikið til sama fólkið var dæmt fyrir aðild að þeim. Undir janúarlok 1974 hvarf ungur maður að nafni Guðmundur Einarsson eftir dansleik í Hafnarfirði og níu mánuðum síðar hvarf Geirfinnur Einarsson vinnuvélabílstjóri í Keflavík eftir stefnumót við óþekktan mann. Það mál var frá upphafi rannsakað sem sakamál og hugsanlegt morðmál. Héraðsdómur féll í málunum 19. desember 1977 og svo hæstaréttardómurinn þremur árum síðar. Sævar Marinó Ciesielski, sem þyngstan dóm hlaut, hóf eftir afplánun baráttu fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju. Aðrir sakborningar og fleiri til tóku undir þá kröfu. Eftir áralanga baráttu féllst Hæstiréttur á að kanna grundvöll fyrir endurupptöku, en kvað svo 15. júlí 1997 upp úr með að lagaskilyrðum fyrir endurupptöku væri ekki fullnægt. Úrskurðurinn kom mörgum mjög á óvart, meira að segja svo mjög að forsætisráðherra þjóðarinnar sagðist síðar þeirrar skoðunar að með Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hefði verið framið réttarmorð. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, sem annaðist endurupptökubeiðnina fyrir Sævar, segir úrskurðinn hafa komið mjög á óvart. "Það voru lögð fram fyrir Hæstarétt gögn sem sýndu fram á að málsmeðferðin var brot á öllum helstu grundvallarreglum um málsmeðferð í opinberum málum," sagði hann og bætti við að svo virtist sem dómstólar hefðu það grundvallarviðhorf að óheppilegt væri að viðurkenna mistök. "Þeir virðast telja að það grafi undan trú manna á dómstóla, en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi auka tiltrú manna á dómstólum ef þeir viðurkenndu mistök eins og allir aðrir þurfa að gera." Ragnar segir ekki loku fyrir það skotið að endurupptaka fáist þrátt fyrir úrskurð Hæstaréttar árið 1997. "Það þarf bara að leggja fram enn betri gögn. Svo er líka fyrir frumkvæði Davíðs Oddssonar búið að breyta lögunum síðan endurupptökunni var hafnað," sagði hann og taldi möguleika endurupptöku meiri nú en árið 1997.
Fréttir Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira