Óttast um líf sitt í kjölfar morða 22. febrúar 2005 00:01 Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Auknar komur í kvennaathvarfið urðu í kjölfar tveggja morða og umfjöllunar um þau á síðasta ári. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir sumar konur sem leituðu til athvarfsins hafa verið hræddar um að ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir gæti endað með morði. Bæði Hákon Eydal og Magnús Einarsson sitja í gæsluvarðhaldi og bíða meðferðar í dómskerfinu vegna manndrápa. Hákon banaði, Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður í Stórholti í júlí. Magnús varð, Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sinni og barnsmóður að bana í byrjun nóvember. Drífa segir þessi tvö morð hafa gert konur hræddari um líf sitt og ýtt undir að þær taki hótanir alvarlega. Þrjátíu prósent þeirra kvenna sem leituðu á náðir kvennaathvarfsins á síðasta ári eru af erlendu bergi brotnar. Meira er um að útlendar konur dvelji á athvarfinu því þær eiga sjaldnar í önnur hús að venda. Drífa segist hafa miklar áhyggjur af þessum hóp kvenna. Þær séu oft mjög einangraðar, kunni ekki málið og hafi enga hugmynd um hvert þær geti leitað. Flestar konur sem leitað hafa til kvennaathvarfsins fara aftur heim í óbreyttar aðstæður að lokinni dvöl í athvarfinu. Í ársskýrslu kvennaathvarfsins kemur fram að fleiri konur kærðu ofbeldi en árin á undan en á síðasta ári kærðu tólf prósent þeirra sem leituðu til athvarfsins. Árið 2003 kærðu sjö prósent en mörg ár þar á undan kærðu aðeins fimm prósent ofbeldið. Drífa þakkar aukinni umræðu að fleiri konur leiti til kvennaathvarfsins. En hún segir almenning helst geta hjálpað til í baráttunni gegn ofbeldi með opinni umræðu. Á heimasíðu kvennaathvarfsins er að finna spurningalista ætlaðan körlum þar sem þeir geta gert sér grein fyrir því hvort þeir beiti eiginkonu eða kærustu ofbeldi eða hvort hætta sé á slíku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira