Segir sönnunarbyrði óeðlilega 23. febrúar 2005 00:01 Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Klúður í rannsókn lögreglu varð til þess að maður, sem sakaður var um manndrápstilraun var sýknaður í dag. Óeðlileg sönnunarbyrði, segir varalögreglustjóri. Í júní á síðasta ári ók leigubílstjóri fjórum mönnum um borgina þegar einn þeirra réðst á hann og skar hann á háls. Leigubílstjórinn slapp lifandi en litlu mátti muna. Einn mannanna var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til manndráps en var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðurnar eru þær að sakborningurinn mundi ekkert sökum ölvunar, leigubílstjórinn sá ekki hver réðst á hann og rannsókn lögreglu var að mati héraðsdóms svo ábótavant að ekki var hægt að sakfella manninn gegn neitun hans. Segir í dómnum að þær rannsóknir, sem hefði átt að gera í tengslum við málið, hafi ekki verið gerðar, en að þær hefðu getað haft áhrif á niðurstöðuna. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að gagnrýni dómaranna verði tekin til skoðunar en hann heldur því einnig fram að sönnunabyrðin sé alltof mikil og reyndar farið fram úr því sem eðlilegt geti talist eða það sem skynsemin segi mönnum yfirleitt þegar komið sé á vettvang. En er þá allt í lagi með rannsóknina sem fram fór? Ingimundur segir að vissulega sé hægt að finna að rannsókn málsins í einhverjum atriðum þegar grannt sé skoðað en að þær ávirðingar sem meirihluti dómsins hafi fundið skuli vega svona þungt sem raun ber vitni og leiði sýknu sakbornings þyki honum miður, Guðbjarni Eggertsson, lögmaður leigubílstjórans, segir að í ljósi rannsóknarinnar hafi mátt búast við þessari niðurstöðu. Leigubílstjórinn vildi ekki koma í viðtal en sagðist ósáttur við niðurstöðuna. Hann væri með svakalega áverka, líkamlegra sem andlegra, sem enginn svaraði til saka fyrir. Guðbjarni taldi víst að málinu yrði áfrýjað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira