Sátt við að vera "litla liðið" 25. febrúar 2005 00:01 Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira
Lið Stjörnunnar er fyrir fram talið sigurstranglegra í leiknum í dag, enda talsvert fyrir ofan Gróttu/KR á töflunni í DHL-deildinni. Þegar í bikarúrslitaleikinn er komið skiptir staðan í deildinni þó ekki eins miklu máli, og dagsformið ræður miklu. Stjarnan hefur nýlokið keppni í Áskorendakeppni Evrópu, þar sem liðið komst upp úr riðlakeppninni en féll úr leik um síðustu helgi fyrir sterku pólsku liði. Grótta/KR gerði sér lítið fyrir og skellti meisturum ÍBV í undanúrslitum og er því til alls líkleg í leiknum í dag. Sjálfstraustið er lykillinn Í samtali við Fréttablaðið sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu/KR, að sitt lið ætlaði að nýta sér það að vera "litla liðið" í leiknum. "Pressan er meiri á Stjörnuna því þær eru fyrir fram taldar mun sigurstranglegri. Þær eru auðvitað með frábært lið og verða mjög erfiðar, en við ætlum að nýta okkur það að fæstir búast við því að við getum lagt þær að velli. Við ætlum að fara í þennan leik með það fyrir augum að hafa gaman að þessu og reyna að fá sem mest út úr leiknum". Kári segir lið sitt að mestu laust við meiðsli og að lykillinn hjá liðinu sé sjálfstraustið. "Við verðum að vísu án Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, sem er í leikbanni. Hún er lykilmaður í liðinu hjá okkur í vörn og sókn, svo að það verður erfitt að fylla hennar skarð. Það sem hefur vantað í liðið hjá okkur í vetur hefur verið sjálfstraustið og ég er að vona að það sé komið í lag eftir sigurinn í Eyjum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur, en við förum í hann til að reyna að vinna", sagði Kári. Titil í Garðabæinn Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sitt lið hungrað í að fara að vinna titil. "Við héldum fund í vikunni með liðinu til að ná okkur niður á jörðina eftir Evrópukeppnina og til að einbeita okkur að næsta verkefni, sem er bikarúrslitin. Margir reikna með því að við eigum sigurinn vísan í leiknum, en lið Gróttu/KR má ekki vanmeta og við gætum þess að missa okkur ekki út í slíkan hugsunarhátt. Það er ekki langt síðan þær lögðu ÍBV og það sýnir að það er þrusugangur í þessu liði. Við höfum hins vegar leikið ágætlega upp á síðkastið svo að við erum klár í slaginn. Það er langt síðan bikarinn hefur komið í Garðabæinn og því ætlum við að reyna að bæta úr því," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Fleiri fréttir Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Sjá meira