Allt brann sem brunnið gat 27. febrúar 2005 00:01 Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Líðan okkar er eftir aðstæðum, mér og konunni hefur ekki komið dúr á auga eftir þetta," segir Hjálmar Diego Haðarson, heimilisfaðir að Rjúpufelli 22, sem horfði á heimili sitt brenna í fyrrakvöld. "Þetta átti að vera fyrsta nóttin okkar á nýja heimilinu þannig að þetta var eins ömurlegt og hugsast getur," segir Hjálmar, sem ætlaði að flytja inn ásamt konu sinni og tveimur börnum. Fjölskyldan hafði nýlega keypt raðhúsið og eytt drjúgum tíma í að gera það upp og var nýbúin að mála það allt að innan. Á laugardagskvöld var fjölskyldan úti að borða þegar hringt var í Hjálmar og honum sagt að kviknað væri í húsinu. Hann kom að húsinu í ljósum logum. Það eina af munum fjölskyldunnar sem bjargaðist var fjórir kassar sem átti eftir að fara með í húsið. Hjálmar segir of snemmt að segja hvað taki við. "Við tökum bara einn dag fyrir í einu og vitum ekki hvað tekur við." Fjölskyldan býr hjá aðstandendum um sinn. "Það var verulega heitt þarna og við áttum í erfiðleikum með að komast inn sökum hita. Það brenndist einn maður frá okkur lítillega þegar hann reyndi að komast inn," segir Höskuldur Einarsson, stöðvarstjóri slökkviliðsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gekk vel að slökkva eldinn. "En íbúðin var mikið brennd og flestir innanstokksmunir brenndir," segir Höskuldur. Reykur barst í aðliggjandi íbúð og þurfti að reykræsta hana en Höskuldur segir að ekki hafi verið hætta á að eldurinn breiddist út í aðrar íbúðir. Að sögn lögreglu liggur ekki fyrir hver eldsupptökin voru en eldhúsið og stofan eru mjög mikið brunnin og engu líkara en sprenging hafi orðið þar inni. Nýbúið var að leggja rafmagn í húsið og horfa rannsakendur helst til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni þó ekki sé hægt að slá neinu föstu að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira