Sport

Stefnir í gjaldþrot Wallau

Fátt virðist geta bjargað þýska úrvalsdeildarliðinu Wallau Massenheim, en félagið skuldar rúmlega 100 miljónir króna og þar af er stór hluti skattaskuldir. Framkvæmdarstjóri félagsins og aðaleigandi eru grunaðir um sviksamlegt athæfi en þeir neita sök og segjast blásaklausir. Leikmenn félagsins hafa ekki fengið laun í þrjá mánuði og ekki er reiknað með að laun verði greidd fyrir mars. Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikið hefur með Wallau í hálft þriðja ár segir að staðan sé skelfileg og óvíst með öllu hvað gerist í framhaldinu. Þýskir fjölmiðlar gera því skóna að það verði tilkynnt í dag að félagið verði lagt niður og keyrt í gjaldþrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×