Fimmtíu milljónir í hreinan óþarfa 2. mars 2005 00:01 Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ofnotkun á strimlum sem notaðir eru í blóðsykursmæla kostaði ríkið að minnsta kosti 50 milljónir króna á síðasta ári. Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytið hefur brugðist við þessu með því að breyta reglugerð um hjálpartæki. Breytingarnar kveða meðal annars á um að sé fólk staðið að því að nota einnota hjálpartæki meira heldur en að eðli sjúkdómsins sem það er með gefur tilefni til að þurfi, þá er hægt að svipta viðkomandi endurgreiðsluskírteini frá Tryggingastofnun. Sé það gert þarf viðkomandi að sækja um í hvert einasta skipti til TR. Þetta segir Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. "Kostnaður vegna sykursýkisbúnaðar jókst mjög á síðasta ári vegna samkeppni sem greinilega var í gangi á þeim markaði," sagði hann. "Vegna þess var reglugerð breytt 1. desember. Eftir það var farið að hámarka fjölda þeirra sykursýkisstrimla, sem hluti af sjúklingahópnum getur nýtt sér. Þá var styrkur til kaupanna lækkaður um 15 prósent. Magnið af strimlunum sem fólk notar fer eftir því hve sykursýkin er á háu stigi og öðrum læknisfræðilegum atriðum." Blóðsykurmælar eru nauðsynlegir fyrir sykursjúka og eru blóðstrimlanir í þá niðurgreiddir af ríkinu um 80 - 90 prósent. Settur er blóðdropi á strimilinn, sem stungið er í mælinn og blóðsykursmagnið lesið af. Strimlarnir eru seldir í 50 stykkja pakkningum. Ef sjúklingur fær sér mæli þá þarf hann að nota strimla frá sama fyrirtæki. Ákveðinn lífaldur er á þeim. "Samkeppnin var orðin svo mikil að söluaðilar voru farnir að gefa sjúklingunum eftir sinn hlut í mælum og strimlum," sagði Kristján. "Sumir upplifðu það eins og þetta væri allt ókeypis og það varð til þess að auka enn á kaupin, en Tryggingastofnun þurfti alltaf að greiða sinn hlut." Gríðarleg aukning varð á útgjöldum Tryggingastofnunar á milli ára 2003 og 2004 vegna niðurgreiðslu blóðstrimlanna. Að sögn Kristjáns sýndi samanburður á tíu mánaða tímabili, frá janúar - október að liður sem heitir sprautu - og rannsóknarbúnaðir innan hjálpartækja hækkað um 60 prósent á milli ára, eða um 57 milljónir. Aukningin var að langmestu leyti vegna blóðsykursmæla og strimla í þá.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira