Grunur um skattsvik á stöðunum 5. mars 2005 00:01 Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri gerði fyrirvaralausa húsleit hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum í gær og í fyrradag vegna rökstudds gruns um stórfelld skattsvik og aðra glæpi. Þetta er umfangsmesta aðgerð embættisins síðan húsleit var gerð hjá olíufélögunum. Um 30 manns tóku þátt í aðgerðunum, 20 starfsmenn skattrannsóknarstjóra og 10 lögreglumenn sem gættu öryggis og aðstoðuðu við haldlagningu gagna. Grunur leikur á fíkniefnadreifingu sums staðar, vændisstarfsemi jafnvel og stórfelldum skattsvikum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að embættið standi fyrir átaki gegn svartri atvinnustarfsemi og hafi að þessu sinni valið þá atvinnugrein sem talin er mikil áhættuatvinnugrein. Aðgerðirnar hafi snúist um það að kanna hvort duldar rekstartekjur væri að finna á stöðunum og hvort starfsmenn fengju dulin laun, en oft fari þetta saman í þessum bransa. Skattrannsóknarstjóri segir of snemmt að segja til um árangur aðgerðanna. Hann segir aðspurður ekki hægt að segja til um um hversu mikla fjármuni sé að ræða á þessu stigi málsins og reyndar sé óvíst hvort embættið muni gefa það upp. Nú verði farið yfir þau gögn sem hald hafi verið lagt á og unnið úr þeim en það muni taka nokkra mánuði. Aðspurður hvort svikin nemi tugum eða hundruðum milljóna króna segist Skúli ekkert geta sagt til um það. Fíkniefnalögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Spurður hvort staðfestur grunur sé á því að vændi og fíkniefnasala sé stunduð á einhverjum staðanna segir Skúli að hann vilji ekki tjá sig um það en hann segir þó að ef eitthvað slíkt komi í ljós verði því beint til hlutaðeigandi yfirvalda. Hann segir lögreglumennina sem tóku þátt í aðgerðunum hafa fyrst og fremst verið starfsmönnum skattrannsóknarstjóra til halds og trausts og til að tryggja að allt færi eðlilega fram. Þegar hann var inntur eftir því hvort starfsmönnunum hefði verið ógnað sagði Skúli að það hefði verið lítið um það, allt hefði gengið greiðlega fyrir sig og samkvæmt þeim áætlunum sem embættið hefði haft.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira