Leituðu sannana fyrir skattsvikum 5. mars 2005 00:01 Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík í Borgarfirði Eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík í Borgarfirði Eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira