Unglingarnir standa sig vel Stefán Jón Hafstein skrifar 7. mars 2005 00:01 Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar