Blóðstrimlar í opinn reikning 9. mars 2005 00:01 Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira