Aukning í árásum tölvuhakkara 13. október 2005 18:54 Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Það hefur færst mikið í vöxt undanfarin misseri að brotist sé inn á vefsvæði íslenskra fyrirtækja. Í slíkum innbrotum er annað hvort verið að skemma viðkomandi vefsíðu eða að ná í viðkvæmar persónuupplýsingar. Sérfræðingar í öryggismálum á Netinu sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að öryggi á vefsíðum íslenskra fjármálastofnana sé gott en töluvert vanti upp á öryggi hjá almennum fyrirtækjum og stofnunum. Ingi Örn Geirsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs KB banka, segist mikið verða var við að reynt sé að brjótast inn kerfi bankans. Stundum eru gerðar margar tilraunir á dag og stundum færri og segir Ingi þetta oft fara eftir því hvernig tæknilegar lausnir frá Microsoft eru að gera sig. Bankarnir geta gert ákveðna hluti til að verjast innbrotstilraunum að hans sögn en afar mikilvægt er að notendur sjálfir passi upp á sína hluti, séu t.d. með nýjustu útgáfur af stýrikerfum og vöfrum, vírusvarnir, og athugi á vafra hvort þeir séu á öruggri vefsíðu. Theódór Ragnar Gíslason starfar sem sérfræðingur í innbrotsprófunum hjá KPMG. Hann vinnur við það að prófa öryggi á vefsíðum íslenskra fyrirtækja. Hann brýst inn á vefsíðurnar og bendir í kjölfarið á glufurnar sem þar eru. Hann segir yfirleitt frekar ábótavant í veföryggismálum íslenskra fyrirtækja en þó séu fjármálafyrirtækin undantekning, sem sé kannski skiljanlegt þar sem verið sé að höndla með peninga almennings í þeim tilvikum.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira