Hafís rekur hratt til lands 13. október 2005 18:54 "Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. Hulda Signý segir hafísinn hafa nálgast með talsverðum hraða og aðeins á einni nóttu náð að umlykja eynna. "Á föstudagskvöldið sást ísbrúnin aðeins í fjarska en nú er eyjan svo að segja í greipum íssins. Það eru ísspangir á nokkrum stöðum og íshröngl í öllum fjörum og ég persónulega man ekki eftir þetta miklum ís hér við strendur síðustu áratugi þó að hér áður fyrr hafi slíkt gerst nokkuð reglulega." Að sögn skipstjóra Sæfara sem siglir meðal annars milli Dalvíkur og Grímseyjar nálgaðist ísinn land um eina sjómílu á hverri klukkustund í fyrrinótt og lítið hefur dregið úr vindstyrk síðan þá. Oddviti Grímseyjarhrepps, Óttar Þór Jóhannsson, segir íbúa hafa áhyggjur af þróun mála en heimamenn séu klárir að girða fyrir höfnina breytist vindátt. "Ég hef fylgst vel með síðustu klukkustundirnar og mér sýnist ísinn vera laus í sér og molnar auðveldlega þegar nær dregur landi. Þetta er mestmegnis íshrögl umhverfis Grímsey en vissulega má sjá stærri jaka inn á milli og allur er varinn góður." Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Ég hef búið hér alla mína ævi og man ekki eftir jafnmiklum hafís og nú er hér í kring," segir Hulda Signý Gylfadóttir, leiðbeinandi að Sólbrekku í Grímsey. Mikinn hafís hefur rekið að landi fyrir vestan og norðan síðustu daga og gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi sterkum norðanáttum næstu daga. Hulda Signý segir hafísinn hafa nálgast með talsverðum hraða og aðeins á einni nóttu náð að umlykja eynna. "Á föstudagskvöldið sást ísbrúnin aðeins í fjarska en nú er eyjan svo að segja í greipum íssins. Það eru ísspangir á nokkrum stöðum og íshröngl í öllum fjörum og ég persónulega man ekki eftir þetta miklum ís hér við strendur síðustu áratugi þó að hér áður fyrr hafi slíkt gerst nokkuð reglulega." Að sögn skipstjóra Sæfara sem siglir meðal annars milli Dalvíkur og Grímseyjar nálgaðist ísinn land um eina sjómílu á hverri klukkustund í fyrrinótt og lítið hefur dregið úr vindstyrk síðan þá. Oddviti Grímseyjarhrepps, Óttar Þór Jóhannsson, segir íbúa hafa áhyggjur af þróun mála en heimamenn séu klárir að girða fyrir höfnina breytist vindátt. "Ég hef fylgst vel með síðustu klukkustundirnar og mér sýnist ísinn vera laus í sér og molnar auðveldlega þegar nær dregur landi. Þetta er mestmegnis íshrögl umhverfis Grímsey en vissulega má sjá stærri jaka inn á milli og allur er varinn góður."
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira