Hafís nær landi á Ströndum 14. mars 2005 00:01 Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG Fréttir Innlent Veður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira