Um sekúlarisma 16. mars 2005 00:01 Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Kæri Egill, Ekki legg ég í að þrasa við ykkur Weber um samband kapítalisma og mótmælendatrúar, einkum kalvínisma eins og mig minnir að hann hafi haft það. Ég minni hins vegar á að hér var ekki sú þéttbýlismyndun sem hlýtur að vera meginforsenda markaðshagkerfis og ef marka má önnur skrif hér á síðunni virðist vafamál að borgarmyndun hafi enn að fullu tekist hér. Góður punktur þetta með Frakka og sekúlarismann: það hefur svolítið farið fyrir ofan garð og neðan hjá fólki að frönsk stjórnvöld bönnuðu af þessum ástæðum mjög eindreginn trúarklæðnað og -tákn í skólum sínum (ekki bara slæður múslima heldur líka einkennisbúninga gyðinga og stóreflis krossa kristinna). Mér fannst þetta umdeilanlegt en sumpart skiljanlegt hjá þeim. Þeir telja sekúlaríseringu til grundvallarverðmæta sem halda ber í heiðri. Almennt finnst mér þú um of blanda saman sekúlarisma og vísindahyggju. Samkvæmt skilningi mínum á því fyrrnefnda er ekki um að ræða afneitun á trúarlífi, en hins vegar lögð áhersla á að það eigi sér stað á sviði einkalífs. Franska byltingin hafði meðal annars í för með sér að áhrif kirkjunnar í þjóðfélagsmálum minnkuðu stórkostlega þótt prestar hafi lengi haldið áfram að hlutast til um líf fólks. Stórkostleg afskipti af daglegu lífi almennings voru reyndar mikið einkenni píetismans norræna sem einhvern veginn gleymdist að afnema hér þegar hann rann sitt skeið í norður-Evrópu – eins og svo margt annað – til dæmis stuðlasetning og lýdísk tóntegund á sínum tíma - og því bjó fólk hér við bænastagl kvölds og morgna, fimmundasöng og rammbundinn kveðskap lengur en ella hefði verið. Til eru þeir sem telja að franska byltingin hafi ekki enn að fullu náð til Íslands, hvað varðar skilning ráðamanna á lýðréttindum og virðingu þeirra fyrir leikreglum – eða þrískiptingu valdsins sem hér virðist oft vera meira í orði en á borði. Þótt séra Sigvaldi hafi verið ágjarn og eigingjarn, og átti sér að sögn ýmsar fyrirmyndir, þá held ég að við getum seint þakkað hans líkum innreið kapítalismans hér. Stundum finnst mér að það hafi verið Evrópusambandið sem þröngvaði þessu kerfi um síðir upp á Íslendinga sem eiginlega vissu ekki sitt rjúkandi ráð – einkum þeir sem boðað höfðu kerfið um árabil án þess að sjá fyrir niðurlag kolkrabbans. En þjóðkirkjuna okkar er ég oftast nokkuð sáttur við og mér líst jafn illa og þér á að innræta börnum einskæra vísindahyggju – þótt mér finnist það ætla að loða furðu lengi við Íslendinga að forsmá náttúrfræði á kostnað til dæmis biblíusagna. Vona þó að einhver meðalvegur liggi á milli Habakúks og Hiróshima. Að minnsta kosti trúi ég að það sé fals þegar fullyrt er að bænahald í skólum muni endurspegla trúarlíf landsmanna: ég sé einhvern ekki fyrir mér að venjulegir Íslendingar liggi mikið á bæn. Hins vegar reyndi ég í greininni að árétta fremur óljósar hugmyndir sem ég hef gert mér um íslenska kristni og mér finnst vera trú á stokka og steina - og fossa eins og Helgi faðir þinn fjallar svo skemmtilega um í nýja greinasafninu sínu - í bland við mikinn átrúnað á afl ljóssins sem getur birst sem Kristur. Í þessari trú er mikið um galdur og kukl – ljós og myrkur vega salt: kannski að þetta sé norrænt vúdú? Ég held að lifandi trú spretti úr landsháttum og þjóðmenningu í samspili við náttúru, og sé síkvik. Mér finnst islam því jafn óviðeigandi og skaðlegt á Filipseyjum og spámenn gamla testamentisins verða í skásta falli hlálegir hér á landi. Mér finnst því nærtækara að benda fólki á að lesa Önnu Valdimarsdóttur eða aðra höfunda vandaðra sjálfshjálparbóka en að leita að hjálpræði í þrugli gömlu spámannanna; fólk þarf á lifandi orði halda og það þarf að eiga í lifandi samfélagi við það sem það les. Mér finnst eitthvað andstyggilegt við að horfa upp á menn boða dauðan bókstaf úr löngu dauðu samfélagi. Með góðum kveðjum og þökkum fyrir lifandi og vel skrifaða síðu,Guðm. Andri
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun