Óvíst um umsókn Fischers 16. mars 2005 00:01 Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Það er alls óvíst hvort umsókn Bobbys Fischers um ríkisborgararétt verði tekin til meðferðar í allsherjarnefnd, þó nefndin ætli að funda með stuðningsmönnum hans í fyrramálið. Leiðtogi japanska Jafnaðarmannaflokksins, Mizuho Fukushima, hitti yfirmann innflytjendamála, Masaharu Miura, í morgun og sagði við blaðamenn eftir fundinn að yfirmaðurinn hefði sagt að ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt þá fengi hann að fara til Íslands. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar ekki fengið þessar upplýsingar beint frá þeim japönsku og þetta er því ekki nóg til að sannfæra þá um að ríkisborgararéttur geti bjargað Fischer. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að ef ákvörðun nefndarinnar eigi að grundvallast á einhverjum slíkum upplýsingum verði þær að koma frá fyrstu hendi. Mál Fischers eru á dagskrá á fundi allsherjarnefndar í fyrramálið en það voru stuðningsmenn hans sem báðu um að fá að hitta nefndina. Þetta þýðir hins vegar ekki að nefndin ætli að afgreiða umsókn hans um ríkisborgararétt. „Það liggur ekkert fyrir á þessu stigi að taka málið til frekari meðferðar,“ segir Bjarni. Það verði óhjákvæmilega rætt en hann á ekki von á því að einhver stefnubreyting verði tekin í málinu. Stuðningsmenn Fischer minna á að tíminn er naumur því þann 5. apríl ákveða Bandaríkjamenn hvort þeirt ákæri Fischer fyrir skattsvik. Sæmundur Pálsson segist hreinlega ekki trúa öðru en að skrefið verði stigið til fulls og nefndin mæli með íslenskum ríkisborgararétti handa Fischer.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira