Fischer: Tillaga lögð fram 17. mars 2005 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira