Bíða dóms um ógildingu útboðs 20. mars 2005 00:01 Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira