Bobby Fischer sleppt í kvöld 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira