Bobby Fischer sleppt í kvöld 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti japönskum yfirvöldum með formlegum hætti í morgun að Bobby Fischer væri orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið var út neyðarvegabréf fyrir Fischer sem gerir honum þar með kleift að ferðast sem Íslendingur. Yfirvöld í Japan eru þeirrar skoðunar að ríkisborgarrétturinn dugi til þess að leysa Fischer úr haldi því skömmu eftir að íslenski sendiherrann hafði gengið frá málinu var ákvörðun tekin um að veita Fischer ferðafrelsi, en hann hefur verið í haldi í níu mánuði í innlytjendabúðum skammt frá Tókýó. John Bosnich, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að fulltrúar japanskra stjórnvalda og Útlendingastofnunar Japans hefðu hringt í sig í morgun og tjáð sér að Fischer yrði látinn laus klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið eða klukkan tólf á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld. Fischer verður þó ekki frjáls ferða sinna strax við innflytjendabúðirnar því öryggisverðir munu fylgja honum til Narita-flugvallar í Tókýó og færa hann um borð í flugvél líklega áleiðis með vél SAS til Kaupmannahafnar, en ekki liggur enn fyrir með hvaða vél Fischer fer frá Japan. Bosnitch, Suzuki lögmaður Fischers í Japan, og Myoko Watai, unnusta hans, fagna ákvörðun japanskra yfirvalda sem þau segja að reki endahnútinn á margra mánaða baráttu fyrir frelsi skáksnillingsins. Viðbrögð bandarískra stjórnvalda við nýjustu tíðindum af málefnum Fischers eru ekki ljós á þessari stundu en þau höfðu ítrekað við yfirvöld í Japan þá kröfu að Fischer yrði sendur til Bandaríkjanna. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, var mjög ánægður með tíðindin, en hann stefnir að því að taka á móti vini sínum annaðhvort í Japan eða í Kaupmannahöfn. Sæmundur segist ekki hafa verið bjartsýnn í upphafi þegar hann hafi hringt í ráðamenn hér á landi en það hafi sýnt sig að Íslendingar eigi góða og kjarkmikla stjórnmálamenn og foringja. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist ánægður með þessa þróun mála. Hann segir að íslenskir sendifulltrúar muni aðstoða Fischer á leiðinni til Íslands en eftir það muni Fischer sjá um sig sjálfur. Davíð segist ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira