Til Íslands í óþökk Bandaríkjanna 23. mars 2005 00:01 Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Bobby Fischer er á leiðinni heim til Íslands. Japönsk stjórnvöld ætla að sleppa honum í nótt og þá liggur leiðin hingað til lands, í mikilli óþökk Bandaríkjastjórnar. Atburðarásin hefur verið nokkuð hröð í dag. Í kjölfar þess að lög um ríkisborgararétt til handa Bobby Fischer voru birt í Stjórnartíðindum í gær tóku japönsk stjórnvöld kipp og nú á að leysa Fischer úr haldi á miðnætti að íslenskum tíma. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins fylgja honum út á Narita-flugvöll þaðan sem Fischer og kærasta hans, Miyoko Watai, fljúga til Kaupmannahafnar. Þar stendur til að stuðningsmannahópur taki á móti þeim og fylgi hingað til lands. Það má segja að málið hafi hafist í utanríkisráðuneytinu hjá Davíð Oddssyni fyrir jól. En nú þegar Bobby Fischer er orðinn íslenskur ríkisborgari á hann ekki von á frekari fyrirgreiðslu. Hann er bara Íslendingur á leiðinni heim, segir Davíð. Davíð segist enn fremur ánægður með að vist Fischers í innflytjendabúðunum í Japan sé að ljúka því hún hafi bersýnilega ekki verið góð. Það hafi verið dapurlegt að sjá þennan heimsmeistara í þeirri íþróttagrein sem sagt sé að krefjist mestra gáfna og þekkingar lokaðan inni án þess að lausn hafi sést í hans málum. Hann sé feginn fyrir Fischers hönd að það sé að rætast úr málum hjá honum. Aðspurður hvort íslensk stjórnvöld muni greiða götu hans með einhverjum hætti segir Davíð að hann sé ríkisborgari sem hafi átt í vandræðum í öðru landi þannig að fulltrúar Íslands í sendiráðinu í Japan muni fylgjast með því að hann komist klakklaust upp í flugvél þar. Eftir það verði þjónustan minni háttar, en sendiráðið í Kaupmannahöfn muni fylgjast með því að Fischer komist áfram upp í íslenska flugvél. Að öðru leyti sé hann orðinn Íslendingur á leiðinni heim og bjargi sér með íslenskt vegabréf upp frá því. Bandarísk stjórnvöld lýstu í gær yfir vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga og Adam Ereli, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði Bandaríkjamenn enn vilja að Fischer verði framseldur þangað. Eftir að hann lendir hér á landi eru þó engar líkur á því þar sem hann verður íslenskur ríkisborgari og þá má ekki framselja til annars ríkis. Öðru máli gæti þó gegnt legðist Fischer í ferðalög. Í dag þegja talsmenn Bandaríkjanna þó þunnu hljóði, annað en Fischer sem sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að Íslendingar ættu að loka herstöðinn í Keflavík og reka starfsmenn bandaríska sendiráðsins úr landi. Hafa íslenskir ráðamenn engar áhyggjur af skapsmunum og stóryrðum Fischers? Davíð segir að hann voni að Fischer verði ekki til meiri vandræða en aðrir sem hér búi. John Bosnitch, lögmaður Fischers, telur að Fischer verði sáttur og sallarólegur. Honum finnst skaphöfn Fischers ekkert óvenjuleg. Með tilliti til þeirra aðstæðna sem hann hafi mátt búa við undanfarin 20 ár sé hann í raun afar rólegur. Bobby Fischer sé einhver kurteisasti og skapbesti maður sem hann hafi kynnst.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira