Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli 24. mars 2005 00:01 Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira