Af hverju þessi áhugi á Fischer? 25. mars 2005 00:01 Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira