Af hverju þessi áhugi á Fischer? 25. mars 2005 00:01 Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Af hverju eru Íslendingar svona hrifnir af Bobby Fischer? Erlendir fjölmiðlar hafa margir hverjir beint sjónum sínum að þessari óskiljanlegu ráðgátu. Málefni og ferðalag Bobbys Fischers til Íslands hafa verið umfjöllunarefni fjölmiðla um allan heim og það virðist sama hvar borið er niður, það þykir nánast óskiljanlegt að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan undarlega, umdeilda og yfirlýsingaglaða aldna skákmeistara sem bæði er þekktur fyrir gyðingahatur og ákaft hatur á föðurlandi sínu, Bandaríkjunum. Niðurstaða fjölmiðla er gjarnan á einn veg: CNN-fréttastofan og bandaríska dagblaðið Washington Post segja Íslendinga hreinlega vera skákóða þjóð og Los Angeles Times útskýrir að skák sé svo mikilvæg hérlendis þar sem hún hafi verið Íslendingum til huggunar og skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Í viðtali við bresku fréttastofuna BBC útskýrir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, að Íslendingar finni fyrir samstöðu með Fishcer ekki vegna skoðana hans heldur vegna þess að þessi skáksnillingur sé í vanda staddur. Og Páll Stefánsson, ljósmyndari hjá Iceland Review, útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og Íslendingar séu þrjósk þjóð sem hafi engar áhyggjur af því hvað Bandaríkjastjórn finnist um okkar framgang í þessu máli. LA Times greinir þessa ráðgátu í tvennt: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi í umræðuna og á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðarlyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer: þeir yppa öxlum og segja: „Þetta er bara Bobby.“ Blaðamaður LA Times veltir því fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir að vera einstaklega rausnarleg og gestrisin þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira