Stýrði ekki atburðarásinni 25. mars 2005 00:01 Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira