Íslendingar algerlega skákóðir 25. mars 2005 00:01 Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira