Um jarðgöng og arðsemi 29. mars 2005 00:01 Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Egill, Smá athugasemd vegna þeirra umræðu sem er á vefnum þínum um jarðgangnamokstur og þá skoðun að ekki sé hægt að fullyrða, að engin arðsemi sé af jarðgangnaframkvæmdum á Siglufirði. Arðsemi samgöngumannvirkja eru reiknuð á ákveðinn hátt. Útreikningar hafa mismunandi áherslur og vægi, en byggja þó allir á svipuðum viðmiðum. Í útreikningum Vegagerðarinnar er skoðaður umferðakostnaður við framkvæmd, miðað við ef engin framkvæmd færi fram. Skoðað er hvort ávinningur af lækkun eldsneytis, ferða og rekstrakostnaðar bifreiða og vega sé meiri eða minni en kostnaður við framkvæmdina á líftíma mannvirkisins. Inn í þetta dæmi reiknast síðan vextir af fjármagninu á líftíma mannvirkisins. Einnig er meira og meira tekin inn í þessa reikninga fækkun slysa og töpuð mannsár vegna tímataps farþega við ferðir með eða án framkvæmda. Að auki er meira farið að skoða áhrif félagslegra þátta í þessum útreikningum. Verður t.d. meiri umferð um svæðið með framkvæmdunum eður ei. Þessa þætti er yfirleitt erfitt að leggja mat á, en með rannsóknum á félagslegum áhrifum þegar-byggðra-mannvirkja er hægt að leggja mat á þetta. Héðinsfjarðagöngin munu ekki skila hagnaði á líftíma sínum vegna þess hve fáir einstaklingar búa á Siglufirði og hve lítil umferð mun verða um mannvirkið. Ef einungið yrði litið til arðsemi af mannvikjum á Íslandi við framkvæmdaval, yrðu allar framkvæmdir næstu ára á Höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir um framkvæmdarröðun eru því pólitískar og ekki byggðar á arðsemi eða þörfum. Varðandi atvinnustarfsemi, þá draga byggðakjarnar að. Fyrirtæki leita uppi staðsentingar annaðhvort nálægt hráefni eða fólki (starfskrafti). Mjög ólíklegt er að atvinnustarfsemi aukist á staðnum. Ef engin atvinnustarfsemi er í vexti þar núna, er líklegt að göngin muni ekki skapa ný atvinnutækifæri á Siglufirði. Það sem mun líkast til gerast á Siglufirði er þetta: Mestöll verslunarstarfsemi mun fara undir, þar sem allir sem hafa tækifæri til munu fara í ódýrari verslanir á Akureyri, einungis örlítil smávöruverslun mun því verða eftir (sjoppa og bensínstöð). Þjónustustarfsemi, líkt og sjúkrahús, lögregla ofl. mun að öllum líkindum sameinast Ólafsfirði í framtíðinni eða hverfa til Akureyrar þar sem það mun skila miklum sparnaði. Siglfirðingar munu í ríkara mæli sækja vinnu til Akureyrar eftir að göngin opna, og munu smátt og smátt finna sér dvalarstað nær nýjum atvinnustað sínum eða flytjast til Reykjavíkur, líkt og þeir hafa gert, þar sem tækifærin eru meiri. Göng til Siglufjarðar munu líkast til gera brottflutning þaðan hraðari. Kannski Akureyringar muni kaupa þar ódýrt húsnæði sem sumarbústaði, en mun róttækari og dýrari aðgerðir þarf til að halda lífi í staðnum. Kveðja, Guðjón T. Erlendsson London
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun