Bitnar á börnum og unglingum 30. mars 2005 00:01 Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Bandarísk könnun hefur leitt í ljós nýlega að 20 prósent heimilistölva hafa smitast af veiru eða ormi og notendur hafa hlaðið inn auglýsingagluggum og njósnabúnaði í 80 prósent heimilistölva án þess að gera sér grein fyrir. Börn og unglingar eru veikust fyrir. Kristinn Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, segir að njósnabúnaðurinn geti verið allt frá dúsum sem skrá nethegðun notenda og veita upplýsingar um hana upp í forrit sem skrá það sem slegið er inn á lyklaborðið, til dæmis leyniorð, og senda til óprúttinna aðila. "Þótt 85% tölvanna hafi verið með veiruvarnarbúnað uppsettan voru 67% tölvanna ekki með nýjustu uppfærslurnar frá veiruvarnarframleiðandanum og gátu því ekki varist nýjustu tölvuveirunum. Heil 67% notenda eru svo ekki með eldvegg samkvæmt könnuninni, en slíkur búnaður getur hindrað utanaðkomandi aðgang að tölvum," segir hann. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá netfyrirtækinu Snerpu, kannast við þetta vandamál og segir að netnotandinn sé oft plataður til að sækja hugbúnað og setja upp. "Við ráðleggjum fólki að setja aldrei upp neinn hugbúnað sem það þekkir ekki," segir hann. Björn lumar á ýmsum ráðum. Hann mælir til dæmis með því að keyra reglulega sænska forritið Ad-aware, sem er svipað og veiruvarnaforrit og hægt að fá ókeypis á Netinu, setja upp millifærslulykilorð eins og hægt er að fá í netbönkum og nota annað póstforrit en Outlook, til dæmis Thunderbird. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Bandarísk könnun hefur leitt í ljós nýlega að 20 prósent heimilistölva hafa smitast af veiru eða ormi og notendur hafa hlaðið inn auglýsingagluggum og njósnabúnaði í 80 prósent heimilistölva án þess að gera sér grein fyrir. Börn og unglingar eru veikust fyrir. Kristinn Arnarson, ritstjóri Tölvuheims, segir að njósnabúnaðurinn geti verið allt frá dúsum sem skrá nethegðun notenda og veita upplýsingar um hana upp í forrit sem skrá það sem slegið er inn á lyklaborðið, til dæmis leyniorð, og senda til óprúttinna aðila. "Þótt 85% tölvanna hafi verið með veiruvarnarbúnað uppsettan voru 67% tölvanna ekki með nýjustu uppfærslurnar frá veiruvarnarframleiðandanum og gátu því ekki varist nýjustu tölvuveirunum. Heil 67% notenda eru svo ekki með eldvegg samkvæmt könnuninni, en slíkur búnaður getur hindrað utanaðkomandi aðgang að tölvum," segir hann. Björn Davíðsson, þróunarstjóri hjá netfyrirtækinu Snerpu, kannast við þetta vandamál og segir að netnotandinn sé oft plataður til að sækja hugbúnað og setja upp. "Við ráðleggjum fólki að setja aldrei upp neinn hugbúnað sem það þekkir ekki," segir hann. Björn lumar á ýmsum ráðum. Hann mælir til dæmis með því að keyra reglulega sænska forritið Ad-aware, sem er svipað og veiruvarnaforrit og hægt að fá ókeypis á Netinu, setja upp millifærslulykilorð eins og hægt er að fá í netbönkum og nota annað póstforrit en Outlook, til dæmis Thunderbird.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira