Fischer ekki framseldur 30. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira