Skemmtilegast að nýta afganga: Ítalskur kjúklingaréttur saltembocca 31. mars 2005 00:01 Jói var ekki nema táningur þegar áhuginn á matargerð vaknaði og var duglegur að nota afganga úr ísskápnum heima hjá mömmu og pabba til að prófa sig áfram. "Ég notaði allt sem til var og blandaði saman, til dæmis í eggjakökur og pastarétti. Svo tók grilltímabilið við, og þegar við félagarnir fórum í útilegur vakti ég athygli fyrir að vera alltaf með kryddlagerinn og var sá sem fyllti sveppina með osti og skar niður grænmeti með steikinni. Strákarnir voru meira í því að slengja fordkrydduðu kjöti á einnota grill. Ég var að sjálfsögðu með ferðagasgrill," segir Jói. Áhuginn á matargerð hefur síður en svo dofnað hjá Jóa með árunum og nú sér hann alfarið um eldamennskuna á sínu heimili. "Ég elda nokkurn veginn á hverjum degi, en ég og konan mín ákveðum oft í sameiningu hvað á að elda. Mér finnst langskemmtilegast að búa til góða máltíð úr því sem er til og er einhvern veginn mjög upptekinn af því að nýta alla afganga. Ef ég væri jafn skynsamur á öðrum sviðum væri ég í góðum málum," segir Jói hlæjandi. Jói bjói á Ítalíu um skeið og þar jókst mataráhuginn enn frekar. "Ég tók með mér heim alveg sæg af hugmyndum og á Ítalíu féll ég fyrir gæðamat eins og hráskinku og mozzarellaosti. Þetta er auðvitað hráefni sem maður fær hér heima en er bara svo hrikalega dýrt." Jói segist alltaf hafa borðað allan mat og aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt. "Ég fer alveg óhræddur á litla "lókal"-staði í útlöndum og er alltaf að safna í sarpinn hugmyndum að nýjum réttum." Uppáhaldsréttur Jóa er ítalski kjúklingarétturinn saltembocca. Hann gefur okkur uppskrift að réttinum sem er borinn fram með hrísgrjónum og salati. Uppskriftin er á næstu opnu.KjúklingabringurFersk salvíublöð (helst stór )ParmesanosturHráskinkaGróft salt ( t.d. Maldon )Íslenskt smjörTannstönglarHvítvínAðferð Hver bringa er sneidd í ca. fjóra bita. Parmesanosturinn er skorinn í sneiðar og þær lagðar eftir endilöngum bringunum. Hráskinkan er lögð þar ofan á og svo er salvíublað sett ofan á skinkuna og þetta síðan fest saman með tannstöngli. Pannan er hituð mjög mikið og smjör og gróft salt sett á pönnuna. Bringurnar steiktar í 3-4 mínútur á hvorri hlið, fyrst á hliðinni með ostinum til að hún lokist.Sósa Eftir að bringurnar hafa verið steiktar er töluvert af gumsi á pönnunni, smjör og salt og tilheyrandi. Þá er smá skvettu af hvítvíni bætt á pönnuna, hrært aðeins í og hellt yfir bringurnar á fati.Salat Rucola salat, niðursneiddur mozarellaostur og cherry-tómatar. Sletta svo yfir það balsamediki, jómfrúarolíu og oreganokryddi. Soðin hrísgrjón ( klassi að sletta smá basilolíu í vatnið þegar grjónin eru soðin ) Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Jói var ekki nema táningur þegar áhuginn á matargerð vaknaði og var duglegur að nota afganga úr ísskápnum heima hjá mömmu og pabba til að prófa sig áfram. "Ég notaði allt sem til var og blandaði saman, til dæmis í eggjakökur og pastarétti. Svo tók grilltímabilið við, og þegar við félagarnir fórum í útilegur vakti ég athygli fyrir að vera alltaf með kryddlagerinn og var sá sem fyllti sveppina með osti og skar niður grænmeti með steikinni. Strákarnir voru meira í því að slengja fordkrydduðu kjöti á einnota grill. Ég var að sjálfsögðu með ferðagasgrill," segir Jói. Áhuginn á matargerð hefur síður en svo dofnað hjá Jóa með árunum og nú sér hann alfarið um eldamennskuna á sínu heimili. "Ég elda nokkurn veginn á hverjum degi, en ég og konan mín ákveðum oft í sameiningu hvað á að elda. Mér finnst langskemmtilegast að búa til góða máltíð úr því sem er til og er einhvern veginn mjög upptekinn af því að nýta alla afganga. Ef ég væri jafn skynsamur á öðrum sviðum væri ég í góðum málum," segir Jói hlæjandi. Jói bjói á Ítalíu um skeið og þar jókst mataráhuginn enn frekar. "Ég tók með mér heim alveg sæg af hugmyndum og á Ítalíu féll ég fyrir gæðamat eins og hráskinku og mozzarellaosti. Þetta er auðvitað hráefni sem maður fær hér heima en er bara svo hrikalega dýrt." Jói segist alltaf hafa borðað allan mat og aldrei verið hræddur við að prófa eitthvað nýtt. "Ég fer alveg óhræddur á litla "lókal"-staði í útlöndum og er alltaf að safna í sarpinn hugmyndum að nýjum réttum." Uppáhaldsréttur Jóa er ítalski kjúklingarétturinn saltembocca. Hann gefur okkur uppskrift að réttinum sem er borinn fram með hrísgrjónum og salati. Uppskriftin er á næstu opnu.KjúklingabringurFersk salvíublöð (helst stór )ParmesanosturHráskinkaGróft salt ( t.d. Maldon )Íslenskt smjörTannstönglarHvítvínAðferð Hver bringa er sneidd í ca. fjóra bita. Parmesanosturinn er skorinn í sneiðar og þær lagðar eftir endilöngum bringunum. Hráskinkan er lögð þar ofan á og svo er salvíublað sett ofan á skinkuna og þetta síðan fest saman með tannstöngli. Pannan er hituð mjög mikið og smjör og gróft salt sett á pönnuna. Bringurnar steiktar í 3-4 mínútur á hvorri hlið, fyrst á hliðinni með ostinum til að hún lokist.Sósa Eftir að bringurnar hafa verið steiktar er töluvert af gumsi á pönnunni, smjör og salt og tilheyrandi. Þá er smá skvettu af hvítvíni bætt á pönnuna, hrært aðeins í og hellt yfir bringurnar á fati.Salat Rucola salat, niðursneiddur mozarellaostur og cherry-tómatar. Sletta svo yfir það balsamediki, jómfrúarolíu og oreganokryddi. Soðin hrísgrjón ( klassi að sletta smá basilolíu í vatnið þegar grjónin eru soðin )
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira