Lögreglumenn búi við óvissu 2. apríl 2005 00:01 Lögreglumenn búa við algera óvissu um hvernig þeim beri að haga störfum sínum eftir að lögreglumaður var dæmdur fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumann bifhjóls til að stöðva hann. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumaðurinn var dæmdur til sektar og skaðabótagreiðslna í fyrradag fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumanns bifhjóls með þeim afleiðingum að bifhjólamaðurinn kastaðist í götuna og slasaðist. Dómurinn segir lögregluþjóninn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi en Páll E. Winkler, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við málavöxtu. Landssambandið telji að niðurstaða dómsins hafi verulega mikil áhrif á réttarstöðu lögreglumanna og sé á því að lögreglumaðurinn hafi í þessu tilviki hagað störfum sínum algerlega í samræmi við verklag sem tíðkast hafi hingað til. Dóminum var áfrýjað samdægurs til Hæstaréttar en á heimasíðu Landssambands lögreglumanna eru lögreglumenn í tilefni þessa dóms hvattir til að sýna sérstaka gát við vinnu sína á meðan alger óvissa ríki í þessum efnum. Páll segir að meiningin með þessum skilaboðum sé einföld. Verði þessi niðurstaða endanleg sé ljóst að lögreglumenn búi við algjöra óvissu um það hvernig þeir eigi að haga störfum sínum þegar ökumaður bifhjóls eða annars ökutækis sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglumenn viti hreinlega ekki hvar mörkin liggi, þeir hafi talið sig vitað það en niðurstaða dómsins sé önnur og þar af leiðandi séu lögreglumenn beðnir um að fara varlega. Aðspurður hvort landssambandið sé sannfært um að umræddur lögreglumaður hafi starfað innan þeirra starfsregnla sem honum séu settar játar Páll því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglumenn búa við algera óvissu um hvernig þeim beri að haga störfum sínum eftir að lögreglumaður var dæmdur fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumann bifhjóls til að stöðva hann. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumaðurinn var dæmdur til sektar og skaðabótagreiðslna í fyrradag fyrir að hafa ekið í veg fyrir ökumanns bifhjóls með þeim afleiðingum að bifhjólamaðurinn kastaðist í götuna og slasaðist. Dómurinn segir lögregluþjóninn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi en Páll E. Winkler, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, segir niðurstöðuna ekki í samræmi við málavöxtu. Landssambandið telji að niðurstaða dómsins hafi verulega mikil áhrif á réttarstöðu lögreglumanna og sé á því að lögreglumaðurinn hafi í þessu tilviki hagað störfum sínum algerlega í samræmi við verklag sem tíðkast hafi hingað til. Dóminum var áfrýjað samdægurs til Hæstaréttar en á heimasíðu Landssambands lögreglumanna eru lögreglumenn í tilefni þessa dóms hvattir til að sýna sérstaka gát við vinnu sína á meðan alger óvissa ríki í þessum efnum. Páll segir að meiningin með þessum skilaboðum sé einföld. Verði þessi niðurstaða endanleg sé ljóst að lögreglumenn búi við algjöra óvissu um það hvernig þeir eigi að haga störfum sínum þegar ökumaður bifhjóls eða annars ökutækis sinnir ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglumenn viti hreinlega ekki hvar mörkin liggi, þeir hafi talið sig vitað það en niðurstaða dómsins sé önnur og þar af leiðandi séu lögreglumenn beðnir um að fara varlega. Aðspurður hvort landssambandið sé sannfært um að umræddur lögreglumaður hafi starfað innan þeirra starfsregnla sem honum séu settar játar Páll því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira