Meirihluti lögreglubíla er úreltur 4. apríl 2005 00:01 Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Sé miðað við þær reglur sem gilda um lögreglubifreiðar víða á Norðurlöndunum er meirihluti lögreglubifreiða hérlendis úreldur þrátt fyrir að sérstakt átak í bílamálum hafi nú staðið yfir í rúm fimm ár hjá Ríkislögreglustjóra. Eru þess dæmi að hér séu í notkun fimmtán ára gamlir bílar og allnokkrir sem keyrðir hafa verið vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra. Þau tvö meginviðmið sem lögregluyfirvöld settu sér þegar átak um endurnýjun bílaflotans hófst fyrir fimm árum var að engir lögreglubílar yrðu eldri en fimm ára og engum ekið mikið meira en 300 þúsund kílómetra alls. Samkvæmt athugunum Fréttablaðsins eru enn rúmlega 90 ökutæki lögreglunnar í landinu árgerð 2000 eða eldri og elsti bíllinn sem enn er í umferð er frá árinu 1989. Jón F. Bjartmarz hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur yfirumsjón með bílamálum lögreglu í landinu, segir þessar tölur fjarri lagi. Hið rétta sé að 42 ökutæki séu af árgerð 2000 eða eldri en bílafloti lögreglunnar telur alls rúmlega 150 bíla. Samkvæmt skrám bílamiðstöðvar lögreglunar eru um 15 bílar í notkun sem ekið hefur verið meira en 300 þúsund kílómetra og hefur blaðið heimildir fyrir því að allnokkrir þeirra séu komnir vel yfir fimm hundruð þúsund kílómetra akstur. Óumdeilt er hins vegar meðal lögreglumanna að staðan hefur batnað til muna hin síðustu ár og þá sérstaklega varðandi tækjabúnað. Jón segir fullan vilja að halda áfram uppbyggingu bílaflotans en skrefin séu minni en vonast var til í upphafi. "Ýmislegt hefur orðið til þess að endurnýjun er ekki eins hröð og við vildum. Flotinn var nánast alveg ónýtur þegar við tókum við árið 2000 og ýmis búnaður kominn vel til ára sinna. Einnig hefur hin síðari ár bæði verð á bílunum og rekstarkostnaðurinn aukist umfram það sem við áttum von á en við gælum engu að síður við að markmið okkar um að allur flotinn verði nýr og innan þeirra marka sem við setjum verði orðin að raunveruleika eftir þrjú til fjögur ár." Áætlað er að 23 ný ökutæki verði tekin í notkun á þessu ári og munu þá að líkindum síðustu svokölluðu "Svörtu maríurnar" hverfa af vegum landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent