Tekur nýjan fréttastjóra á teppið 5. apríl 2005 00:01 Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira